Sjóslys

Sjóslys

Ef sjómaður verður fyrir slysi á sjó á hann rétt til bóta vegna afleiðinga slyssins í samræmi við ákvæði siglinga- og sjómannalaga. Sjómenn eru almennt mjög vel tryggðir og réttur til bóta til staðar hvort sem slysið verði rakið til mistaka eða vanrækslu. Það tryggingafélag sem er bótaskylt á að bæta þeim sem lenda í vinnuslysi við störf á sjó eftirfarandi:

  1. Greiddar eru bætur fyrir tímabundið tekjutjón. Það eru bætur frá slysdegi og þar til tjónþoli verður vinnufær eða þar til ekki er að vænta frekari bata. Oft verður tjónþoli ekki fyrir tímabundnu tekjutjóni þar sem hann á almennt rétt til forfallalauna úr hendi vinnuveitanda síns í einhvern tíma.
  2. Greiddar eru þjáningarbætur. Það eru bætur fyrir þann tíma sem tjónþoli telst vera veikur vegna þeirra áverka sem koma til vegna slyssins. Þjáningarbætur eru ákveðin fjárhæð fyrir hvern þann dag sem tjónþoli er veikur. Þjáningarbótum er ætlað að bæta tímabundið ófjárhagslegt tjón sem líkamstjónið hefur valdið tjónþola, frá slysdegi þar til heilsufar hans er orðið stöðugt.
  3. Greiddar eru bætur fyrir varanlegan miska. Það eru bætur fyrir ófjárhagslegt tjón sem líkamstjónið veldur. Þetta ófjárhagslega tjón getur verið margs konar. Það getur verið um að ræða varanlegt lýti sem tjónþoli hefur orðið fyrir vegna líkamstjónsins eða skerðingu á daglegum athöfnum og tómstundum, þ.e. skerðingu á lífsgæðum. Þá eru áverkar metnir út frá læknisfræðilegu sjónarmiði með hliðsjón af þeim erfiðleikum sem þeir valda í lífi tjónþola.
  4. Greiddar eru bætur fyrir varanlega örorku. Það eru bætur fyrir framtíðartekjutap vegna varanlegrar skerðingar á aflahæfi sem áverkar hafa í för með sér. Bætur reiknast út frá aldri tjónþola og tekjum hans þrjú ár fyrir slysið.
  5. Þá er útlagður kostnaður þess sem lendir í umferðarslysi bættur, t.d. heimsóknir til lækna, reikningur fyrir sjúkrabifreið, lyfjakostnaður, sjúkraþjálfun og annar kostnaður sem fellur til vegna slyssins.
  6. Þá greiðir tryggingafélag lögfræðikostnað að stærstum hluta.

Upplýsingar

Tryggingabætur ehf.

Hafnarstræti 91, 600 Akureyri

Sími: 464-5550

This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

 

 

Opnunartími

Alla virka daga

09:00 - 12:00 13:00 - 16:00